Fyrirlestrar vorönn 2011

Föstudaginn, 11. mars, frá kl. 12 til 13, í Gyllta salnum á Hótel Borg

Steffen Kongstad, einn helsti sérfræðingur Noregs í afvopnunarmálum, heldur erindi á vegum Alþjóðamálastofnunar, Félags Sameinuðu þjóðanna, norska sendiráðsins og utanríkisráðuneytisins. Kongstad fjallar um stöðuna í afvopnunarmálum í heiminum í dag. Fundurinn fer fram á ensku og fundarstjóri er Gréta Gunnarsdóttir, sendiherra. Athygli er vakin á því að léttar veitingar eru til sölu á staðnum.

Miðvikudaginn, 2. mars, frá 12:30-13:30, í stofu 102 á Háskólatorgi

Opinn fundur með Diana Wallis, varaforseta Evrópuþingsins, á vegum Alþjóðamálastofnunar, Rannsóknaseturs um smáríki og Lagastofnunar Háskóla Íslands.
Fundurinn fer fram á ensku og allir eru velkomnir.

Þriðjudaginn, 15. febrúar, frá kl. 12 til 13, í stofu 201 í Odda:

Rapidly Changing Arctic: Implications of Governance Across the Globe

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands í samstarfi við Rannsóknamiðstöð Íslands – Rannís stendur fyrir opnum fundi með Dr. Robert W. Corell. Fundurinn fer fram á ensku. Allir velkomnir.

Mánudaginn 21. febrúar, frá kl. 12 til 13, í Lögbergi stofu 101:

Social Democracy, Ideological Change, and the Global Crisis: Lost Opportunity or Business as usual?

On Monday the 21st of February, Dr. Yohann Aucante, Lecturer-Researcher at the Institute of Advanced Studies in the Social Sciences in Paris, will give a public talk titled “Social Democracy, Ideological Change, and the Global Crisis: Lost Opportunity or Business as usual?” The lecture is hosted by EDDA Centre of Excellence in collaboration with the Institute of International Affairs.

Fimmtudaginn, 27. janúar 2011, kl. 12 til 13, í stofu 104 á Háskólatorgi:

Eldfimt ástand í Mið-Austurlöndum

Er hafin internet bylting í Mið-Austurlöndum? Má búast við því að fleiri lönd á þessu heimssvæði fylgi í kjölfar atburðanna í Túnis? Mótmæli eru boðuð í Egyptalandi og stjórnvöld hræðast þessi nýju tæki borgaranna. En verður þessi þróun stöðvuð? Hver er staðan í Palestínu, hvaða áhrif hafa uppljóstranir Wikileaks og hverjar eru framtíðarhorfurnar?

Alþjóðamálastofnun í samstarfi við félagið Ísland-Palestína bauð til hádegisfundar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs í kjölfar fjöldamótmæla, fimmtudaginn 27. janúar frá kl. 12 til 13 í stofu 104 á Háskólatorgi. Frummælendur voru Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor við Williams háskóla í Bandaríkjunum og einn fremsti sérfræðingur Íslands í málefnum Mið-Austurlanda, Bogi Ágústsson, fréttamaður hjá Ríkissjónvarpinu, sem lengi hefur fylgst með gangi máli á þessu heimssvæði, og Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður félagsins Ísland-Palestína, sem hefur um árabil barist fyrir réttindum Palestínumanna. Fundurinn var mjög vel sóttur.