Ríkisfang: Ekkert.

Í tilefni af útkomu bókarinnar Ríkisfang: Ekkert eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur standa Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Forlagið fyrir fundaröð um málefni flóttamanna og stöðuna í Mið-Austurlöndum.

Fundirnir verða haldnir á miðvikudögum í Odda 101 frá kl.12:25-13:20

14. SEPTEMBER:
Hvernig er að búa í tjaldi í flóttamannabúðum í 50 stiga hita?
Lína Mazar segir frá dvöl sinni í Al Waleed-flóttamannabúðunum í Írak en búðunum hefur verið lýst sem versta stað á jörðu. Sigríður Víðis Jónsdóttir, höfundur bókarinnar, segir frá tilurð verksins, viðtölum sínum við flóttakonurnar á Akranesi og vettvangsferðum til Palestínu og Íraks.
Fundarstjóri: Auður Jónsdóttir, rithöfundur

21. SEPTEMBER:
Er mögulegt að semja um frið í Palestínu?
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum utanríkisráðherra, ræðir friðarhorfur í Palestínu og segir frá starfi sínu með alþjóðlegum friðarsamtökum
ísraelskra og palestínskra kvenna. Hvernig er að berjast þar fyrir breytingum?
Fundarstjóri: Bogi Ágústsson, fréttamaður hjá RÚV

28. SEPTEMBER:
Hvernig velur maður flóttafólk?
Kona með þrjú börn þarf lífsnauðsynlega að komast í burtu, eldri hjón sömuleiðis– hvern velurðu? Ingibjörg Broddadóttir,
varaformaður flóttamanna-nefndar, segir frá ferðum sínum með íslensku sendinefndinni sem fer á vettvang og tekur viðtöl við flóttamenn. Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, fjallar um flóttafólk og í hvaða stöðu þau eru sem eiga engin skilríki.
Fundarstjóri:
Ragna Árnadóttir, fyrrum dóms- og mannréttindamálaráðherra

19. OKTÓBER:
„Mission accomplished?“
Sveinn H. Guðmarsson, fréttamaður hjá RÚV, rifjar upp aðdraganda innrásarinnar í Írak í mars 2003 og veltir fyrir sér hvaða afleiðingar
hún hefur haft á líf fólks í landinu. Hverjir fengu völd og hvernig?
Fundarstjóri: Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins