Sögulegar kosningar í Danmörku

Norræna félagið í Reykjavík , Norræna húsið og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands efna til síðdegisfundar þar sem Svavar Gestsson, fyrrverandi sendiherra í Danmörku, fjallar um dönsk stjórnmál og stöðuna í kosningabaráttunni daginn fyrir kosningar til danska Þjóðþingsins.
 
Kosningar í Danmörku – Svavar Gestsson
 
Miðvikudaginn 14. september 2011 frá kl. 16.30 til 17.30 í stofu 132 í Öskju.
 
Venstre og det Konservative Folkeparti hafa farið með völdin í Danmörku síðastliðin tíu ár með stuðningi Dansk Folkeparti. Sá flokkur, undir stjórn Piu Kjærsgaard, hefur haft veruleg áhrif á stefnu stjórnarinnar, ekki síst í málefnum innflytjenda, flóttamanna og útlendinga.
 
Nú bendir margt til að breytinga sé að vænta í Danmörku og að vinstrimenn komist aftur til valda. Svavar Gestsson, fyrrverandi sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, útskýrir stöðuna í dönskum stjórnmálum, fjallar um einstaka flokka og stjórnmálamenn og stjórnmálakerfið. Það er um margt öðruvísi en hér á landi og pólitískar hefðir ólíkar.
 
Eftir erindi Svavars svarar hann spurningum.
 
Fundarstjóri: Bogi Ágústsson, fréttamaður.
 
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.