Er mögulegt að semja um frið í Palestínu?

Í tilefni af útkomu bókarinnar, Ríkisfang: Ekkert, eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur standa Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Forlagið fyrir fundaröð um málefni flóttamanna og stöðuna í Mið-Austurlöndum, á miðvikudögum í Odda 101, frá kl.12:25-13:20.

Nú fer annar fundurinn af stað og verður hann haldinn miðvikudaginn 21. september undir heitinu Er mögulegt að semja um frið í Palestínu? 

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrum utanríkisráðherra ræðir friðarhorfur í Palestínu og segir frá starfi sínu með alþjóðlegum friðarsamtökum ísraelskra og palestínskra kvenna. Hvernig er að berjast fyrir breytingum? 

Fundarstjóri er Bogi Ágústsson, fréttamaður hjá RÚV.