Er mögulegt að semja um frið í Palestínu? Upptaka frá fundinum

Annar fundur í fundaröð Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Forlagsins í tilefni útkomu bókarinnar Ríkisfang: Ekkert eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur var haldinn miðvikudaginn 21. september í Odda 101. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum utanríkisráðherra, talaði um störf sín á svæðinu með alÞjóðlegri nefnd ísraelskra og palestínskra kvenna. Hér má sjá upptöku af fundinum sem var afspyrnu vel sóttur.

Næsti fundur í röðinni verður haldinn miðvikudaginn 28. september frá kl. 12:25 til 13:20 í Odda 101 en þá verður fjallað um hvernig flóttafólk er valið.