Hvað getum við gert? Málþing með Dr. David Suzuki

Hin víðfrægi heimildamyndargerðarmaður, ljósmyndari, þáttastjórnandi og umhverfisfræðingur, Dr. David Suzuki, fyrrum prófessor við University of British Columbia, heldur hátíðarfyrirlestur á málþingi í Háskóla Íslands, sem ber heitið, Hvað getum við gert?

Málþingið fjallar um hvers vegna reynist svo erfitt að fá viðbrögð almennings og stjórnvalda í umhverfismálum og hvað geti verið til ráða. Að loknum fyrirlestri Dr. Suzukis leiðir Dr. Brynhildur Davíðsdóttir umræður, en fundarstjóri verður Dr. Guðrún Pétursdóttir framkvæmdarstjóri Stofnun Sæmundar fróða.

Til málþingsins bjóða Alþjóðleg kvikmyndahátíð (RIFF), Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Stofnun Sæmundar fróða, sem fagnar með því 5 ára afmæli sínu.

Fyrir málþingið, kl. 14:00, verður heimildarmynd um Dr. Suzuki Force of Nature: The David Suzuki Movie, sýnd í sama sal á vegum RIFF.

Ath. Aðgangur að málþinginu er ókeypis en miðaverð á sýninguna er 1.100 krónur.