Friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum-sagan endalausa

Bjarni Már Magnússon, doktorsnemi í þjóðarétti við Edinborgarháskóla heldur erindi um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum, miðvikudaginn 12. október í Öskju 132, frá kl.12:25-13:25. Þessi fundur er á vegum Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og NEXUS, rannsóknarvettvangs á sviði öryggis-og varnarmála.

 
Í lok síðasta þings var frumvarpi um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og banni við umferð kjarnorkuknúinna farartækja tekið úr þinglega meðferð og vísað til ríkisstjórnarinnar. Var það meðal annars gert á þeim forsendum að ýmis ákvæði frumvarpsins gætu farið í bága við skuldbindingar Íslands á alþjóðavettvangi. Í erindi sínu ætlar Bjarni Már Magnússon að fjalla um hvernig ákvæði þeirra frumvarpa sem lögð hafa verið fyrir Alþingi á síðustu árum um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum fara í bága við alþjóðlegar skuldbindingar íslenska ríkisins og hvernig önnur ríki geta brugðist við slíkri friðlýsingu ef hún yrði leidd í lög.
 
Bjarni er á lokastigum doktorsnáms í þjóðarétti við Edinborgarháskóla. Hann vinnur að rannsókn um úrlausn ágreiningsefna um ákvörðun ytri marka landgrunnsins utan 200 sjómílna. Meðfram náminu hefur hann unnið fyrir Bangladesh og Japan í tengslum við dómsmál fyrir alþjóðlegum dómstólum, veitt DGMARE hjá ESB ráðgjöf vegna siglinga um Norðurskautið og kennt þjóðarétt.

Allir velkomnir