Ríkisfang: Ekkert. „Mission Accomplished“?

Alþjóðamálastofnun og Forlagið hafa boðið upp á mjög áhugaverða og mikilvæga fundi sem hafa fjallað um málefni flóttamanna og stöðuna í Mið-Austurlöndum. Þessir fundir hafa verið afar vel sóttir og má með sanni segja að bókin hennar Sigríðar Víðis Jónsdóttur Ríkisfang: Ekkert, hefur fengið góða umfjöllun og er hún komin á metsölulistann hjá Eymundsson. Það er ekki seinna en vænna að fjalla um þessi málefni og það er sérstaklega virðingavert að fá að hitta og hlusta á konurnar sem nú búa upp á Akranesi, eftir að hafa flust alla leið frá flóttamannabúðum í Írak. Sigríður hefur dregið fram viðkvæmt en mjög mikilvægt málefni og er gaman að segja frá því að hafa verið í samstarfi við Forlagið og Sigríði.

Síðasti fundurinn í fundaröð Alþjóðamálastofnunar og Forlagsins um bókina Ríkisfang: Ekkert, var haldinn miðvikudaginn 19.október. Sveinn H. Guðmarsson fjallaði um Írak og talaði um áhrif viðskiptaþvingana á Írak fram að innrásinni í mars 2003. Viðskiptaþvinganirnar höfðu mikil áhrif á fólk, sérstaklega á börn í landinu, þar sem alls kyns sjúkdómar og vannæring drógu mörg nokkur hundruð þúsund barna til dauða. Innviði landsins var í lamasessi, matur af skornum skammti og vatnsforði lítill og sýktur. Að lokum viðskiptaþvingana kom svo árásin á Írak og hefur lítið sem ekkert lagast í landinu. Þetta var áhugaverður fundur og hefði maður getað setið lengur en tíminn fór fljótt frá okkur.

Þessi málefni eru svo sannarlega þess virði að skoða og viljum við óska Sigríði Víðis Jónsdóttur fyrir frábæra bók.

Fundarstjóri var Ólafur Stephensen, ritsjóri Fréttablaðsins.