Upptaka frá fundi um Írak í síðustu viku

Alþjóðamálastofnun hefur staðið fyrir fundaröð ásamt Forlaginu vegna útkomu bókarinnar Ríkisfang: Ekkert eftir Sigríði Víði Jónsdóttur í september og október. Í liðinni viku fjallaði Sveinn H. Guðmarsson, fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, um innrásina í Írak 2003 og sérstaklega þær skelfilegu afleiðingar sem innrásin hafði á hag barna í landinu. Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, stýrði fundinum sem var velsóttur.

Hér má skoða upptöku frá fundinum.