Kyngervi og herafli

Kyngervi og herafli
 
Miðvikudaginn 23. nóvember standa Alþjóðlegur jafnréttisskóli og Alþjóðamálastofnun fyrir málþingi sem ber titilinn „Gendering the Armed Forces“. Málþingið fer fram á ensku í stofu 101 Odda, kl. 12.25-13.15.

Þar mun Lotta Öhman, kafteinn í sænska hernum og sérfræðingur í jafnréttismálum, ræða um reynslu sænska hersins af að samþætta kynjasjónarmið inn í aðgerðir hersins. Hún mun einnig gera grein fyrir mikilvægi þess að tekið sé tillit til kynjasjónarmiða í friðaraðgerðum og stríði. Íslenskir sérfræðingar munu fjalla um þessi mál frekar í pallborðsumræðum.
 
Þátttakendur í pallborði:
·         Lotta Öhman, kafteinn í sænska hernum, sérfræðingur hjá The   Center for Gender in Military Operations in the Swedish Armed Forces
·         Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra
·         Þorbjörn Jónsson, sendiráðunautur í skrifstofu Friðargæslunnar
·         Fundarstjóri verður Birna Þórarinsdóttir, stjórnmálafræðingur
 
Aðgangur er ókeypis og öll velkomin!
 
Alþjóðlegur jafnréttisskóli