Viðburðaríkt ár hjá Alþjóðamálastofnun

Desember er genginn í garð og senn líður að jólum. Desembermánuður snýst  meira og minna um jólaundirbúning og fátt annað kemst að, en að huga að jólakortum, jólaskreytingum, gjafainnkaupum og tendra ljós og kerti. Í háskólanum eru nemendur á kafi í bókum að undirbúa sig fyrir próf og ljúka öllum skólaverkefnum áður en langÞráð jólafrí tekur við. Hér hjá Alþjóðamálastofnun hefur árið 2011 verið viðburðaríkt, áhugavert og mjög spennandi með alls kyns fyrirlestrum, fundum og ráðstefnum. Við höfum boðið upp á meira en 40 viðburði, þar á meðal fyrirlestra, ráðstefnur og málstofur.

Stofnunin hlaut Jean Monnet styrk til að stuðla að upplýstri umræðu um Evrópumál og var því boðið upp á fjölmarga fyrirlestra erlendra fræðimanna á föstudögum í vetur.

Hin árlega fundaröð Evrópa-Samræður við fræðimenn, með áherslur á smáríki og ESB hóf göngu sína í janúarbyrjun og byrjaði aftur um haustið. Viðtökur hafa verið mjög góðar. Þeir fræðimenn sem komu til landsins fræddu áhugasama hlustendur um smáríki og öryggismál, kyn og þjóðaröryggi, Arabíska vorið, áhrif smáríkja innan ESB og írska efnahagshrunið, svo fátt eitt sé nefnt. Í nóvember gaf Alþjóðamálastofnun út skýrslu um írska og íslenska efnahagshrunið, en höfundar skýrslunnar eru stjórnmálafræðiprófessoranir Baldur Þórhallsson og Peadar Kirby frá Limerick háskóla á Írlandi.

Fleira um fundi og ráðstefnur má finna hér: