Börn flóttamanna

Vegna framúrskarandi undirtekta var haldinn fimmti fundurinn um málefni flóttamanna í tilefni af útkomu bókarinnar Ríkisfang:Ekkert, eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur. Fundurinn var haldinn 30. nóvember og að þessu sinni var rætt við tvær konur sem fæddust á Íslandi en eru dætur flóttamanna sem flúðu til Íslands fyrir áratugum síðan.

Í áranna rás hafa fjölmargir flóttamenn fengið skjól á Íslandi. Það fólk hefur eignast börn á Íslandi sem eru orðin uppkomin. Hvernig var flótti foreldranna til landsins og hvaða áhrif hafði hann á næstu kynslóð á eftir? Anna Kristín Magnúsdóttir Mikulcacová er þekkt blaðakona en færri vita að hún er dóttir flóttamanns frá fyrrum Tékkóslóvakíu. Foreldrar Tinnu Davíðsdóttur, lyfjafræðings flúðu hins vegar frá Víetnam. Þær sögðu frá flóttanum og sátu fyrir svörum.