Dr. David Suzuki. Hvað getum við gert?

Dr. David Suzuki, hinn víðfrægi heimildamyndagerðarmaður, þáttastjórnandi, umhverfisfræðingur og fyrrum prófessor við British Columbia háskólann, hélt hátíðarfyrirlestur á málþingi Háskóla Íslands, Hvað getum við gert? laugardaginn 1. október.

Málþingið fjallaði um hvers vegna það reynist svo erfitt að fá viðbrögð stjórnvalda og almennings í umhverfismálum og hvað gæti verið til ráða. Að loknum fyrirlestri voru umræður um umhverfismál og sat hann fyrir svörum. Áður en fyrirlesturinn var haldinn var sýnd heimildamynd um David Suzuki sem ber heitið The Force of Nature: The David Suzuki Movie. Málþingið var haldið á vegum RIFF (Reykjavík International Film Festival), Alþjóðamálastofnun og Stofnun Sæmundar Fróða.