Húsfyllir á fundi um íslam og stjórnmál í Mið-Austurlöndum

Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor við Williams háskóla í Bandaríkjunum, hélt erindi um íslam, stjórnmál og framtíð Mið-Austurlanda á vegum Alþjóðamálastofnunar í Lögbergi í dag. 

 

Magnús Þorkell fjallar um stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs og þær umfangsmiklu breytingar sem hafa orðið á stjórnmálum Mið-Austurlanda á síðasta ári. Hvað þarf að hafa í huga þegar fjallað er um hið svokallaða arabíska vor? Munu róttækar hreyfingar íslamista ná yfirhöndinni eða munu frelsisþörf og lýðræðisdraumar mótmælenda ná að stemma stigu við íslamvæðingu svæðisins. Hvert er svarið við þessari stóru spurningu um hvernig eigi að tvinna saman nútímann og íslam, og hvaða leið verður væntanlega ofan á? 

 

Magnús Þorkell fjallaði um stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs og þær umfangsmiklu breytingar sem hafa orðið á stjórnmálum Mið-Austurlanda á síðasta ári. Hvað þarf að hafa í huga þegar fjallað er um hið svokallaða arabíska vor? Munu róttækar hreyfingar íslamista ná yfirhöndinni eða munu frelsisþörf og lýðræðisdraumar mótmælenda ná að stemma stigu við íslamvæðingu svæðisins. Hvert er svarið við þessari stóru spurningu um hvernig eigi að tvinna saman nútímann og íslam, og hvaða leið verður væntanlega ofan á? 

Því miður reyndist hljóðupptakan frá fundinum skemmd. Áhugasömum má benda á Spegilinn á RÚV en í þættinum verður spilað viðtal við Magnús byggt á fyrirlestrinum í dag.  http://www.ruv.is/spegillinn