Seðlabankastjóri um regluverk Evrópusambandsins

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, var fyrsti fyrirlesari í fundaröð Alþjóðamálastofnunar á vorönn með erindi um hvernig gallar regluverks Evrópusambandsins komu berlega í ljós við fall íslensku bankana haustið 2008. Fundurinn var haldinn í Lögbergi 101 föstudaginn 20. janúar og fundarstjóri var Þórólfur Matthíasson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Ríflega 70 manns mættu þrátt fyrir hríðarbyl og spennuþrunginn dag á Alþingi Íslendinga! Hér má nálgast upptöku frá fundinum.

Brottflutningur alþjóðaherliðsins frá Afganistan er hafinn og heimamenn verða að leiða átökin til lykta með takmörkuðum stuðningi. Hverjar eru líkur á að það takist og hvert er eðli átakanna á vettvangi? Erlingur/fyrirlesari (þú pússar þessa setningu) mun ræða um reynslu sína af vettvangi átakanna, viðræður við fulltrúa skæruliða og samstarf við afganskar öryggissveitir og alþjóðaherliðið.