Upptaka frá fyrirlestri Simon Bulmer

Simon J. Bulmer, prófessor við Sheffield háskóla og einn fremsti Evrópusérfræðingurinn, hélt erindi föstudaginn 27. janúar í Lögbergi. Bulmer fjallaði um stöðu Þýskalands sem stórveldis innan Evrópusambandsins og þær breytingar sem orðið hafa á hlutverki þess í Evrópusamstarfinu. 

Hann hefur skrifað fjölmargar bækur og greinar í fræðunum eins og t.d. The Europeanisation of Whitehall: UK central government and the European Union og Rethinking Germany and Europe: Democracy and Diplomacy in a Semi-Sovereign State. Bulmer er með doktorsgráðu frá London School of Economics. 
Fundurinn var velsóttur og líflegar umræður fylgdu í kjölfar fyrirlestrarins en fundarstjóri var Maximilian Conrad, lektor í Evrópufræðum við HÍ. Hér má nálgast upptöku frá fundinum.
Hér er upptaka af fundinum.