Nýjar áskoranir ESB í alþjóðasamfélaginu

Anna Jardfelt, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Svíþjóðar, fjallaði um þær áskoranir sem Evrópusambandið stendur nú frammi fyrir á þriðja fundi í fundaröð Alþjóðamálastofnunar þetta misserið. Hún vakti athygli á Hlutverki ESB sem leiðandi afls í alþjóðasamfélaginu og benti á að staða þess hefur veikst vegna fjármálakreppunnar og valdatogstreitu innan sambandsins. Fundurinn var vel sóttur og líflegar umræður fylgdu í kjölfarið. Anna Jardfelt var ráðin forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Svíþjóðar í ágúst 2010 en var áður í utanríkisþjónustu Svíþjóðar, síðast í Brussel. Þá hefur hún starfað fyrir Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, og Evrópuþingið. Hún hefur fjölbreytta reynslu á sviði öryggismála og er lögfræðingur í Evrópurétti og alþjóðalögum frá háskólanum í Stokkhólmi. 

Anna Jardfelt