Norður-Kórea: Hvað ber framtíðin í skauti sér?

Við fráfall Kim Jong-il hafa vaknað margar spurningar varðandi framtíð Norður-Kóreu, þ.á.m. vangaveltur um framtíð eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlana landsins. Alþjóðamálastofnun og NEXUS stóðu fyrir hádegisfundi um afvopnunarmál Norður-Kóreu þriðjudaginn 7. febrúar. Í erindinu velti Vera Knútsdóttir því fyrir sér hvort nú sé tækifæri fyrir alþjóðasamfélagið til að byggja upp traust og semja við stjórnvöld í Pyongyang um kjarnorkuafvopnun.

Vera Knútsdóttir er með B.A. próf í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og M.A. gráðu í alþjóðaöryggisfræðum frá Georgetown Háskóla þar sem hún lagði áherslu á afvopnunarmál og óhefðbundin vopn. Í náminu skoðaði hún öryggis- og varnarmál í Norðaustur Asíu og þá sérstaklega eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlun Norður Kóreu. Vera hefur lengi haft áhuga á öryggis- og varnarmálum og fengið birtar greinar þess efnis á vef Guardian og Defense Media Network. 

Hér má heyra viðtal sem tekið var við Veru í Speglinum mánudaginn 6. febrúar.