Evrópusambandið og afleiðingar arabíska vorsins – hljóðupptaka

Föstudaginn 10. febrúar var komið að þriðja fundi vorannar um Evrópumál en þá leit Jordi Vaquer i Fanés, forstöðumaður Barcelona Centre for International Affairs á Spáni, yfir farinn veg ári eftir atburðina sem tengdir hafa verið við arabíska vorið. Fundurinn fór fram í Lögbergi 101 og var vel sóttur. 

Sú bjartsýni sem ríkti innan ESB í kjölfarið á atburðum liðins árs hefur nú dofnað eftir kosningasigra flokka íslamista í Túnis, Egyptalandi og Marokkó. Ástandið er síður en svo stöðugt í Líbíu og Jemen og mótmælendur í Bahrein og Sýrlandi eru vægðarlaust beittir ofbeldi. Óvissan um framtíðina er því mikil á þessum slóðum. Ári eftir fall Mubaraks er Evrópusambandið enn að reyna að átta sig á þeim breytingum sem orðið hafa í arabaheiminum. Nú þarf að grípa tækifærið og endurskoða stefnu sambandsins til þess að geta tekist á við þessar nýju áskoranir. Þetta var meðal þess sem Jordi Vaquer i Fanés sagði á fundinum í Lögbergi. 

Hér má nálgast hljóðupptöku frá fundinum.

Jordi Vaquer i Fanés