Eru Bandaríkin að hlusta á Evrópu?

Stjórnmálamenn í Bandaríkjunum bera merkilega litla virðingu fyrir Evrópuríkjum og hugmyndum þeirra. Vinstri vængurinn og efri stéttirnar gagnrýna þær aðferðir sem Evrópuríki hafa í sameiningu beitt til að takast á við skuldavanda álfunnar og draga jafnvel í efa að það sé yfirleitt til eitthvað sem kallast Evrópa. Þá eiga hatrammar atlögur að Evrópu í yfirstandandi kosningabaráttu Repúblikanaflokksins í forvali fyrir forsetakosningarnar sér engin fordæmi. Var framkoma Bandaríkjanna í garð Íslands með brottför hersins árið 2006 fyrirmynd að þessari þróun? Michael T. Corgan, dósent við Boston háskóla, hélt erindi um samskipti Bandaríkjanna og Evrópu, föstudaginn 17. febrúar í Lögbergi 101 kl. 12.

Hér má nálgast upptöku frá fundinum.