Kommúnismi á Norðurlöndum – Bent Jensen hélt erindi

Mánudaginn 27. febrúar stóð Alþjóðamálastofnun í samstarfi við Almenna bókafélagið fyrir opnum fundi með Bent Jensen um kommúnismann á Norðurlöndum.  

Jafnt í Danmörku og á Íslandi hafa orðið heitar umræður um sögulegt eðli og gildi kommúnismans. Voru kommúnistar á Norðurlöndum erindrekar erlends valds eða þjóðlegir verkalýðssinnar? Hvernig voru tengsl þeirra við ráðamenn í Moskvu? Eftir hrun kommúnismans hafa ný skjöl komið fram í dagsljósið í Rússlandi og Danmörku, sem varpa ljósi á þessi umræðuefni. Prófessor Bent Jensen, sem hefur leitt viðamikið rannsóknarverkefni um kommúnisma í kalda stríðinu, hefur kannað þessi skjöl og skrifað um þau bækur. Góð mæting var á fundinn og von bráðar setjum við inn hlekk á myndbandsupptöku frá fundinum.