Ísland og sameiginleg öryggis- og varnarmálastefna Evrópusambandsins

Alyson Bailes, aðjunkt við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, fjallaði um möguleg áhrif Evrópusambandsaðildar á öryggis- og varnarmál á Íslandi á fundi í Lögbergi 2. mars sl. Fundurinn er hluti af fundaröð Alþjóðamálastofnunar, Evrópa: Samræður við fræðimenn. Erindið byggði hún að nokkru leyti á rannsókn sem hún vann á síðasta ári í Brussel um þær breytingar sem kunna að hafa orðið á þessu sviði með tilkomu Lissabon sáttmálans. Fundurinn var vel sóttur og líflegar umræður tóku við að loknu erindi.

Hér má nálgast upptöku af fundinum. 

Alyson Bailes

Hér er slóð á viðtal við Alyson í Speglinum, miðvikudaginn 7. mars.