Talíbanistan? Hljóðupptaka frá fundinum

Alþjóðamálastofnun hélt fund miðvikudaginn 18. janúar um ástand mála í Afganistan nú þegar brottflutningur alþjóðaherliðsins frá Afganistan er hafinn. Erlingur Erlingsson, sem starfaði sem sérstakur tengiliður UNAMA (SÞ) við ISAF í Afganistan, sagði frá reynslu sinni af vettvangi átakanna, viðræðum við fulltrúa skæruliða og samstarfi sínu við afganskar öryggissveitir og alþjóðaherliðið.  

Að erindi loknu svaraði Erlingur spurningum fundarmanna en ríflega 50 manns mættu þrátt fyrir hríðarbylinn sem geisaði utandyra.

Hér má finna hljóðupptöku og glærur frá fundinum.