Finnsku forsetakosningarnar

Irma Ertman, sendiherra Finnlands á Íslandi, fjallar um finnsku forsetakosningarnar á opnum fundi Félags stjórnmálafræðinga og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, fimmtudaginn 2. febrúar frá kl. 12 til 13 í stofu 101 í Lögbergi. Sendiherrann flytur framsögu þar sem hún fer yfir sviðið og útskýrir kosningakerfið og hina pólitísku stöðu í landinu. Opið verður fyrir spurningar í lok fundar. Fundarstjóri er Svavar Halldórsson, fréttamaður og formaður Félags stjórnmálafræðinga. 

Irma Ertman