Umræðuvettvangur í Evrópu: Opinn eða einangraður?

20. apríl síðastliðinn hélt Dr. Maximilian Conrad, lektor við
Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, erindi um möguleikana á að
þverþjóðlegur umræðuvettvangur skapist meðal almennings innan ESB-ríkja.
Skortur á þess konar umræðuvettvangi veikir lýðræði innan ESB að mati
sumra, sem megi svo aftur rekja til skorts á sameiginlegum evrópskum
fjölmiðlum og sameiginlegri evrópskri sjálfsmynd. Í þessu samhengi ræddi
Conrad meðal annars niðurstöður rannsókna á umræðum um gerð
stjórnarskrár fyrir Evrópusambandið, í sex sænskum og þýskum dagblöðum á
árunum 2000-2007.

Myndbandsupptöku af fyrirlestrinum má finna hér: Umræðuvettvangur í Evrópu