Íhlutun í nafni mannúðar

Mánudaginn 30. apríl hélt Snorri Matthíasson, MSc í alþjóðakenningum frá London School of Economics, erindi um íhlutun í nafni mannúðar. Í kjölfar arabíska vorsins, og sérstaklega þeirra atburða sem hafa átt sér stað í Líbíu og Sýrlandi, er umræðan um íhlutun í nafni mannúðar að aukast á ný í alþjóðasamfélaginu. Snorri fjallaði meðal annars um hvað arabíska vorið getur sagt okkur um stöðu og framtíð mannréttinda og jafnréttis í heiminum.

Myndbandsupptöku af fundinum má finna hér: Íhlutun í nafni mannúðar