Stjórnmálavæðing Evrópusamrunans

Föstudaginn 27. apríl hélt Göran von Sydow, fræðimaður við Evrópufræðasetur Svíþjóðar, erindi um stjórnmálavæðingu Evrópusamrunans, á fundi í fundaröð Alþjóðamálastofnunar um Evrópumál. Álit almennings á ESB er almennt neikvæðara en álit innan stjórnmálaflokka og í seinni tíð hafa nýjar stjórnmálahreyfingar dregið Evrópusamrunann inn í átök stjórnmálanna. Sydow ræðir meðal annars um þá kosti sem og þær áhættur sem stjórnmálavæðing Evrópusamrunans getur haft í för með sér, og við hvaða kringumstæður hún birtist helst.

Myndbandsupptöku af fundinum er að vænta.