Málstofa í Stavanger

Fimmtudaginn 24. maí tók Alþjóðamálastofnun þátt í málþingi í Stavanger í Noregi um öryggismál á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. Málþingið er hluti af tveggja ára rannsóknarverkefni, í samstarfi við rannsóknasetur og háskóla á Norðurlöndum og við Eystrasaltið, styrkt af norrænum rannsóknarsjóði á sviði hugvísinda og félagsvísinda (NOS-HS).

Viðfangsefni málþingsins í Stavanger var að varpa ljósi á þær leiðir sem þessi smáríki hafa valið til að bregðast við áskorunum alþjóðasamfélagsins á sviði öryggismála. Sjá dagskrá ráðstefnunnar hér: NBSS Stavanger