Málstofa: Öfgar á hægri vængnum og útlendingahatur í Evrópu fimmtudaginn 20. september

Opinn fundur Alþjóðamálastofnunar og Stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands í samstarfi við Norræna húsið, fimmtudaginn 20. september frá kl. 12 til 13 í fundarsal Norræna húsins.

Dr. Michael Minkenberg heldur erindi um öfga hægri flokka í Evrópu og áróður þeirra gegn útlendingum, þar einna helst innflytjendum og minnihlutahópum. Áhersla verður lögð á tilraunir öfga hægri flokka til að bera áróðurinn á borð á lýðræðislegum vettvöngum, svo sem á landsþingum, í kosningaherferðum og með mótmælagöngum.

Dr. Michael Minkenberg er prófessor í stjórnmálafræði við European University Viadrina í Frankfurt (Oder) í Þýskalandi. Hann hefur M.A. gráðu í bandarískum stjórnmálum frá Georgetown háskóla í Bandaríkjunum og doktorsgráðu frá Heidelberg háskóla í Þýskalandi.