Málstofa: Uppbygging grænlenska ríkisins mánudaginn 17. september

Opinn fundur Alþjóðamálastofnunar og NEXUS: Rannsóknavattvangs fyrir öryggis- og varnarmál, mánudaginn 17. september frá kl. 12 til 13 í Lögbergi 101.

Dr. Damien Degeorges, fræðimaður við Grænlandsháskóla, heldur erindi um uppbyggingu grænlenska ríkisins. Staða Grænlands hefur tekið þó nokkrum breytingum frá því að landið öðlaðist sjálfsstjórn árið 2009 og tók yfir stjórn náttúruauðlinda sinna árið 2010. Á stuttum tíma hefur Grænland nánast orðið að sjálfstæðu ríki í augum leiðtoga heims, en þar hefur aukin eftirspurn eftir sjaldgæfum steinefnum á Grænlandi haft mikið að segja. Hvaða áskorunum eru Grænlendingar að mæta við uppbyggingu grænlenska ríkisins og gagnvart sambandi sínu við Danmörku? Hvernig ber að túlka aukinn áhuga Kínverja á að styrkja tengsl sín við Grænland og hvernig hefur Evrópusambandið brugðist við þeirri þróun?

Einnig mun Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins, kynna starfsemi ráðsins.

Fundurinn fer fram á ensku.