Ný útgáfa: Samantekt fundaraðar Alþjóðamálastofnunar veturinn 2011-2012

Út er komin bæklingur á vegum Alþjóðamálastofnunar sem inniheldur samantekt á öllum þeim erindum sem flutt voru í fundaröð Alþjóðamálastofnunar um Evrópumál á síðasta skólaári. Tuttugu og tveir stakir fyrirlestrar voru haldnir á vegum stofnunarinnar í hádeginu á föstudögum auk tveggja ráðstefna um Evrópumál.

Til gamans má geta þess að stofnunin stóð fyrir nær 40 viðburðum á síðasta ári og umfjöllunarefnin skanna mjög breytt svið allt frá fyrirlestrum um átökin í Miðausturlöndum til Norðurslóðamálefna, umfjallanir um forsetakosningar í Finnlandi og framboðsmál í Bandaríkjunum, ráðstefnu um þróunarsamvinnu og málstofu um smáríkin á Norðurlöndum og við Eystrasaltið ásamt Grænlandi og Færeyjum sem er hluti af rannsóknarverkefni á vegum stofnunarinnar.

Hér má nálgast bækling stofnunarinnar með samantekt fundaraðar síðasta árs.

Stofnunin þakkar stuðning Evrópustofu við að prenta bæklinginn en þeim sem vilja prentað eintak skal bent á að hafa samband við Alþjóðamálastofnun í síma 525-5262 eða með því að senda okkur tölvupóst á ams@hi.is.