Dr. Joseph Maïla, yfirmaður stefnumótunar í franska utanríkisráðuneytinu, hélt erindi um átökin í Sýrlandi, föstudaginn 28. september í Odda 201.
Sameinuðu þjóðirnar og Arababandalagið standa frammi fyrir erfiðleikum í sáttaumleitunum í Sýrlandi. Sérfræðingar efast um að hægt sé að leysa vandann án þess að víðtæk samvinna eigi sér stað innan Sýrlands og með aðkomu valdamikilla ríkja á svæðinu. Dr. Joseph Maïla er yfirmaður stefnumótunar í franska utanríkisráðuneytinu og gestaprófessor við háskóla í Kanada, á Spáni og í Frakklandi. Dr. Maila hefur tvær doktorsgráður, í heimspeki og félagsvísindum. Hann er sérfræðingur í íslömskum fræðum og alþjóðlegum sáttaumleitunum.
Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi og höfundar bókarinnar Ríkisfang: Ekkert, tók þátt í umræðum og stjórnaði fundi.
Að fundi loknum tóku nokkrir fjölmiðlar viðtal við Maila, þar á meðal Gunnar Gunnarsson, einn umsjónarmanna Spegilsins á Rás 2 en viðtalið má hlusta á hér: http://www.ruv.is/ras-1/nyr-kafli-hefst-vid-fall-assads