Útrýming kjarnorkuvopna – erfið en möguleg

Gareth Evans, einn fremsti sérfræðingur heims á sviði kjarnorkuafvopnunar, fyrrverandi utanríkisráðherra Ástralíu og núverandi rektor The Australian National University, hélt erindi fyrir meira en hundrað manns í Súlnasal Hótel Sögu í dag. Góður rómur var gerður að erindi Evans sem lýsti með skýrum hætti þeirri ógn sem heimsbyggðinni stafar af kjarnorkuvopnum í dag. Erindið var haldið í tengslum við ljósmynda- og fræðslusýninguna: www.hiroshimanagasaki.is sem nú stendur yfir í Háskóla Íslands. Hér má nálgast upptöku frá fundinum.

Gareth Evans