Bandarísku kosningarnar 2012

Föstudaginn 5. október fjallaði Michael T. Corgan, dósent við Boston háskóla, um bandarísku kosningarnar og velti fyrir sér  ýmsum nýjum og sérkennilegum einkennum á kosningunum í ár. Fundurinn sem fram fór í Odda var vel sóttur og skemmtilegur. Hér er línkur á viðtal við Michael T. Corgan í Speglinum: http://www.ruv.is/ras-1/forsetaembaettid-of-stort

Alþjóðamálastofnun hélt áfram að beina kastljósinu að bandarísku kosningunum og þriðjudaginn 9. október leiddua saman hesta sína tveir stjórnmálaráðgjafar frá Bandaríkjunum, Bob Carpenter og Rick Ridder, undir styrkri stjórn Þóru Arnórsdóttur. Fundurinn sem haldinn var í samstarfi við bandaríska sendiráðið fór fram í Norræna húsinu. Hér er línkur á viðtal við Ridder og Carpenter í Speglinum: http://www.ruv.is/sarpurinn/spegillinn/09102012/forsetakosningarnar-i-bandarikjunum