Orkuöryggi í Evrópu og staða Íslands

Amelia HadfieldRomas SvedasÍ annarri málstofu í fundaröð Alþjóðamálastofnunar Evrópusamræður, föstudaginn 2. nóvember, beindum við sjónum að orkuöryggi í Evrópu og fræddumst um hvaða áhrif málaflokkurinn kann að hafa hér á Íslandi komi til aðildar að Evrópusambandinu.

 

Tveir fyrirlesarar komu erlendis frá: Dr. Amelia Hadfield frá Vrije háskóla í Belgíu og Romas Svedas, ráðgjafi í orkuöryggi í Litháen.Málstofan var mjög vel sótt og góður rómur gerður af erindum fyrirlesarana tveggja. Þá tók Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur þátt í pallborðsumræðunum í lokin.