Upptaka frá fundi um kynjasamþættingu

Fyrsti fundurinn í Evrópufundaröð Alþjóðamálastofnunar var haldinn föstudaginn 19. október.  Dr. Joni Seager frá Bentley háskóla í Bandaríkjunum, og Jenny Claesson, ráðgjafi frá Add Gender ræddu um árangur í samþættingu á kynjasjónarmiðum. Joni sagði frá reynslu sinni sem ráðgjafi í þessum málum innan Sameinuðu þjóðanna og Jenny gaf okkur innsýn inn í kynjasamþættingu varðandi snjóruðning í Svíþjóð.    

Hér má nálgast upptöku frá fundinum.