Upptaka frá fundi um byggðastefnu ESB og Ísland

Alþjóðamálastofnun heldur tíu málstofur um Evrópusamrunann í vetur. Stofnunin hlaut styrki frá Evrópustofu og úr Jean Monnet sjóði ESB til að stuðla að upplýstri umræðu um Evrópumál á Íslandi. Föstudaginn 16. nóvember var sjónum beint að byggðastefnu ESB. Dr. John Bachtler frá Strathclyde háskóla og Kari Aalto frá Evrópuskrifstofunni í Norður-Finnlandi héldu erindi. Anna Margrét Guðjónsdóttir, ráðgjafi í Evrópumálum, ræddi byggðamál frá íslensku sjónarhorni og leiddi pallborðsumræðurnar í lokin. Góð mæting var á fundinn og áhugaverðar samræður sköpuðust um byggðamál og stefnu ESB, og þau mögulegu áhrif sem ESB aðild kynni að hafa á Íslandi í þessum málaflokki. Hér má sjá upptöku frá fundinum.