Áhrif evrukrísunnar í víðu samhengi – glærur frá fyrirlestrinum

Þó að efnahagskrísan í Evrópu hafi mest áhrif á löndin sem taka þátt í myntsamstarfinu þá vakna engu að síður spurningar um framtíð Evrópusambandsins alls í kjölfarið. Hverjar verða breytingarnar til lengri tíma litið? Mun Evrópa læra af mistökunum og finna leiðir til nánara samstarfs eða mun álfan veikjast til frambúðar? Hvaða þýðingu hefur efnahagskrísan fyrir framtíð Evrópu í alþjóðasamfélaginu og munu samskiptin við valdamikla gerendur á alþjóðasviðinu breytast? Dr. Andrew Cottey, prófessor í Evrópufræðum við Cork háskóla á Írlandi, hélt erindi á vegum Alþjóðamálastofnunar í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands,miðvikudaginn 21. nóvember s.l. Hér má nálgast glærurnar frá fyrirlestrinum hans. 

Andrew Cottey