Mustafa Barghouthi á opnum fundi í Hátíðasal – upptaka frá fundinum

Fimmtudaginn 29. nóvember var eitt ár liðið síðan Alþingi Íslendinga viðurkenndi Palestínu sem sjálfstætt ríki, fyrst vestrænna ríkja, en dagurinn er jafnframt alþjóðlegur samstöðudagur Sameinuðu þjóðanna með réttindum palestínsku þjóðarinnar. Sama dag fagnaði Félagið Ísland-Palestína 25 ára afmæli sínu. Af þessu tilefni stóðu Félagið Ísland-Palestína, utanríkisráðuneytið og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands fyrir opnum fyrirlestri með Dr. Mustafa Barghouthi í Hátíðasal Háskóla Íslands. Hann vakti athygli fundargesta á þær hörmulegu aðstæður sem Palestínumenn þurfa að búa við og sýndi nokkur myndskeið, landakort og ljósmyndir sem svo sannarlega vöktu menn til umhugsunar. Hér má nálgast upptöku af fundinum.

Mustafa Barghouthi

 

Dr. Mustafa Barghouti hefur lengi verið í fararbroddi talsmanna fyrir mannréttindum palestínsku þjóðarinnar. Hann hefur verið gagnrýninn á pólitískar fylkingar Palestínumanna, bæði Hamas og Fatah, sem og palestínsku heimastjórnina sem hann hefur gagnrýnt fyrir spillingu og undanlátssemi. Barghouti hefur verið staðfastur talsmaður þess að friðsamleg barátta íbúa Gaza og Vesturbakkans sé vænlegust til árangurs. 
Dr. Mustafa Barghouti  fæddist í Jerúsalem árið 1954 en hann hefur mestmegnis búið í Ramallah á Vesturbakkanum. Dr. Barghouti er hjartalæknir en hefur einnig menntun í rekstri og stjórnun frá Bandaríkjunum. Hann hefur verið í fararbroddi fyrir starfsemi óháðra mannúðar- og mannréttindarsamtaka í Palestínu í áratugi, m.a. sem stofnandi Union of Palestinian Medical Relief Committees (UPMRC) árið 1979 og regnhlífarsamtakanna Health, Development, Information and Policy Institute (HDIP) 1989. Barghouti var hluti af sendinefnd Palestínumanna á Madrid friðarráðstefnunni árið 1991. Árið 2005 bauð hann sig fram til forseta í Palestínu sem óháður frambjóðandi og hlaut tæplega 20% atkvæða, þegar fulltrúi PLO, Mahmoud Abbas, sigraði með 62% atkvæða (Hamas sniðgekk kosningarnar). Barghouti gegndi árið 2007 stöðu upplýsingaráðherra í skammlífri þjóðstjórn Fatah, Hamas og annarra hreyfinga sem fulltrúi óháðra. Hann er nýkominn frá Gaza þar sem hann ásamt þúsundum annarra Palestínumanna upplifði nýafstaðnar árásir Ísraelshers. 

Mustafa Barghouthi

Dr. Mustafa Barghouti hefur lengi verið í fararbroddi talsmanna fyrir mannréttindum palestínsku þjóðarinna

r. Hann hefur verið gagnrýninn á pólitískar fylkingar Palestínumanna, bæði Hamas og Fatah, sem og palestínsku heimastjórnina sem hann hefur gagnrýnt fyrir spillingu og undanlátssemi. Barghouti hefur verið staðfastur talsmaður þess að friðsamleg barátta íbúa Gaza og Vesturbakkans sé vænlegust til árangurs. Dr. Mustafa Barghouti  fæddist í Jerúsalem árið 1954 en hann hefur mestmegnis búið í Ramallah á Vesturbakkanum. Dr. Barghouti er hjartalæknir en hefur einnig menntun í rekstri og stjórnun frá Bandaríkjunum.

Hann hefur verið í fararbroddi fyrir starfsemi óháðra mannúðar- og mannréttindarsamtaka í Palestínu í áratugi, m.a. sem stofnandi Union of Palestinian Medical Relief Committees (UPMRC) árið 1979 og regnhlífarsamtakanna Health, Development, Information and Policy Institute (HDIP) 1989. Barghouti var hluti af sendinefnd Palestínumanna á Madrid friðarráðstefnunni árið 1991. Árið 2005 bauð hann sig fram til forseta í Palestínu sem óháður frambjóðandi 

og hlaut tæplega 20% atkvæða, þegar fulltrúi PLO, Mahmoud Abbas, sigraði með 62% atkvæða (Hamas sniðgekk kosningarnar). Barghouti gegndi árið 2007 stöðu upplýsingaráðherra í skammlífri þjóðstjórn Fatah, Hamas og annarra hreyfinga sem fulltrúi óháðra. Hann er nýkominn frá Gaza þar sem hann ásamt þúsundum annarra Palestínumanna upplifði nýafstaðnar árásir Ísraelshers. 

Mustafa Barghouthi