Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands, á opnum fundi í Þjóðmenningarhúsinu

Utanríkisráðuneytið og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands buðu til opins fundar með Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands, miðvikudaginn 19. desember í Þjóðmenningarhúsinu. Fundurinn var haldinn í samstarfi við Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins.

Urmas PaetÖssur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, opnaði fundinn. Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands, fjallaði um reynslu Eistlands af Evrópusambandsaðild og þátttöku í myntsamstarfinu. Að erindi loknu tóku við pallborðsumræður með Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ og Vilhjálmi Egilssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Fundarstjóri var Sigríður Snævarr, sendiherra. Fundurinn tókst í alla staði mjög vel og fundargestum var boðið upp á léttan hádegisverð meðan á fundinum stóð.