Evrópustefna Litháen – ný útgáfa

Ný útgáfa í ritröð Rannsóknaseturs um smáríki leit dagsins ljós síðustu daga ársins 2012. Um er að ræða greiningu á Evrópustefnu Litháen eftir Ramunas Vilpisauskas sem er forstöðumaður Alþjóðamálastofnunarinnar við háskólann í Vilníus. Greinina má nálgast hér í pdf formati en prentuð eintök verða líka fáanleg hjá Alþjóðamálastofnun rétt upp úr áramótum.