Samanburður á stefnumótun ríkja Norðurskautsráðsins – ný útgáfa

Á haustdögum kom út ný bók Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki um norðurslóðastefnu þeirra ríkja sem eiga aðild að Norðurskautsráðinu. Bókin er skrifuð af Alyson Bailes, aðjunkt við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, og Lassi Heininen, dósents við háskólann í Rovaniemi í Finnlandi. Hér má nálgast ritið Strategy Papers on the Arctic or High North: A comparative study and analysis (pdf) en það má líka hafa samband við stofnunina til að nálgast prentað eintak.