Evrópusambandið: Breytilegur samruni eða ein leið fyrir alla?

Næsti fundur í Evrópufundaröð Alþjóðamálastofnunar fer fram miðvikudaginn 3. apríl kl. 12-13 í fundarsal Norræna hússins. Fundurinn er haldinn í samstarfi við franska sendiráðið, Evrópustofu og styrkur af Jean Monnet sjóði Evrópusambandsins. Í Evrópusambandinu eru uppi fjölmargar hugmyndir um það hvort og þá hvernig ríki geta tekið þátt í Evrópusamrunanum með ólíkum og mismiklum hætti. Umræður af þessu tagi er ekki nýjar af nálinni en eru nú háværari en áður. Óhjákvæmilega gengur tal um mismikla þátttöku í samrunaferlinu þvert á hugmyndina um „sífellt nánara samband“ (e. ever closer union), sem hefur verið lykilatriði í sáttmálum Evrópusambandsins. En „breytilegur samruni“ (e. differentiated integration) er enn óljóst hugtak sem getur leitt okkur í margar áttir. Hvaða leiðir eru færar? Hvað segja þær okkur um framtíð Evrópusambandsins? Og hvaða efnahagslegu og pólitísku áhrif gætu þær haft?Vivien Pertusot er forstöðumaður frönsku Ifri hugveitunnar í Brussel, en hún er leiðandi á sviði alþjóðamála. Hann vann áður hjá NATO and Carnegie Europe og kenndi einnig stjórnmálafræði í háskólanum Lille 2. Skrif hans hafa birst víða, þ.á.m. í Le Monde, Euractiv, Atlantico, Atlantic Community, RUSI, Carnegie Europe og The New Atlanticist.