Verndarstefna eða frjálshyggja? Evrópski markaðurinn og staða Evrópusambandsins í alþjóðastjórnmálum

Föstudaginn 5. apríl kl. 12-13 í fundarsal Norræna hússins heldur Guillaume Xavier-Bender erindi um efnahagsmálin í Evrópu. Fundurinn er haldinn í samstarfi við franska sendiráðið, Evrópustofu og styrkur af Jean Monnet sjóði Evrópusambandsins.Líklegasta leið Evrópusambandsins til þess að hafa áhrif í utanríkismálum er ef til vill að beita efnhagslegum styrk sínum. Efnahagskrísan hefur ekki minnkað stuðning við opna markaði almennt, en hinsvegar þá hefur komið upp ríkari krafa um að vernda evrópska markaði og samfélög. Með hvaða hætti vinnur Evrópusambandið að framgangi og verndun efnahagslegra og félagslegra gilda sinna í alþjóðakerfinu? Hvaða áhrif hefur hinn sameiginlegi markaður og sameiginleg myntstefna Evrópusambandsins á sýn utanaðkomandi aðila á sambandið? Með hvaða hætti styður stefnumörkun á sviði efnahagsmála og þróunarsamvinnu víðari stefnu á sviði utanríkismála? Guillaume Xavier-Bender starfar hjá the German Marshall Fund í Brussel og sér um starf sem snýr að viðskiptum, þróunarsamvinnu og efnahagsmálum. Hann fylgist vel með stefnu Evrópusambandsins og stjórnmálum á þessu sviði og starfar í samvinnu við þá sem vinna að þessum málum í Brussel. Hann starfaði áður á skrifstofu forsætisráðherra Frakklands í París.