Vel sótt ráðstefna um norðurslóðir

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands opnaði nýtt rannsóknasetur um norðurslóðir með því að bjóða til alþjóðlegrar ráðstefnu um áskoranir og tækifæri á norðurslóðum á Hótel Sögu 18.-19. mars. Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, opnaði ráðstefnuna ásamt Össuri Skarphéðinssyni. Hér má sjá upptöku frá opnuninni.

Ráðstefnan var mjög vel sótt enda málefnið fróðlegt of spennandi. Fyrirlesararnir, sem komu alls staðar að, stóðu sig með miklum ágætum en sem dæmi má nefna erindi Dag Harald Claes frá Oslóarháskóla um auðlindirnar, Per Jessing um skipaleiðirnar, Heather Conley um áhuga Bandaríkjanna á norðurslóðum og síðast en ekki síst, frábær erindi frummælendana, Jan Gunnar Winter frá Polar Research Institute í Noregi og Jian Ye frá alþjóðamálastofnuninni í Sjanghæ í Kína.  Carl BildtCarl Bildt og Össur Skarphéðinsson