Heimsókn frá Shanghai Institutes for International Studies

Starfsfólk Alþjóðamálastofnunar, Rannsóknaseturs um norðurslóðir og Rannsóknaseturs um smáríki tók í vikunni á móti góðum gestum frá Shanghai Institutes for International Studies. Dr. Jiemian Yang, forseti SIIS og samstarfsmenn hans fengu að kynnast fjölbreyttri starfsemi Alþjóðamálastofnunar við Háskóla Íslands. Rætt var um mikilvæg málefni á hinu alþjóðlega sviði og mögulegt samstarf í framtíðinni. Við þökkum forsetanum og starfsfólki hans kærlega fyrir komuna og áhugavert samtal.