Styrkur úr Þróunarsjóði námsgagna

Rannís hefur tilkynnt að Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hlýtur styrk úr Þróunarsjóði námsgagna til þess að gefa út kennslubók um Evrópusamrunann. Tilgangur bókarinnar er að bæta úr skorti á frumsaminni kennslubók um Evrópusamrunann á íslensku, í íslensku samhengi. Hvort sem Ísland verður aðili að Evrópusambandinu eður ei er ljóst að Íslendingar eru mikið tengdir stofnunum Evrópusamrunans í gegnum þátttöku í EES og Schengen og mikilvægt er að efla þekkingu á uppbyggingu, sögu, starfsháttum og forsendum Evrópusamrunans og verður bókin liður í því verki. Við þökkum kærlega fyrir styrkinn og óskum öðrum styrkþegum innilega til hamingju. Hér má sjá heildarlista yfir þau verkefni sem hljóta styrki úr sjóðnum.