Ísland og norðurslóðir

Föstudaginn 24. maí kl. 12 – 13:30 verður haldin málstofa um Ísland og norðurslóðir í Lögbergi 101, Háskóla Íslands, á vegum Rannsóknaseturs um norðurslóðir, Háskólans á Bifröst og Norðurslóðanets Íslands.  Rætt verður um þær áskoranir sem ríki og samfélög á norðurslóðum standa frammi fyrir, svo sem loftslagsbreytingar og öryggismál, en einnig um norðrið sem samfélagslegt sköpunarverk. Þá verður Norðurslóðanet Íslands sérstaklega kynnt ásamt tímaritinu Samtíð. Nánari upplýsingar má nálgast hér.