Ráðstefna um afvopnun 3. júní

Þann 3. júní fer fram ráðstefna um allsherjar afvopnun á vegum Nexus: rannsóknarvettvangs fyrir öryggis og varnarmál og Rannsóknarseturs um norðurslóðir við Háskóla Íslands, með styrk frá utanríkisráðuneytinu. Ráðstefnan er haldin að frumkvæði Strategic Concept for the Removal of Arms and Proliferation (SCRAP) og er hluti af alþjóðlegu málþingi um almenna og allsherjar afvopnun.

 

Á ráðstefnunni munu bæði innlendir og erlendir sérfræðingar flytja erindi og taka þátt í pallborðsumræðum. Ráðstefnunni er skipt í þrjár pallborðsumræður: fyrsta pallborð fjallar almennt um afvopnunarmál og nýgerðan vopnavipskiptasamning sem Ísland tók þátt í að semja, annað pallborð fjallar um afvopnunarmál á norðurslóðum og möguleikann á því að lýsa norðurskautið sem kjarnorkuvopnalaust svæði og í þriðju pallborðsumræðunum kynna ungir fræðimenn rannsóknir sínar. Ráðstefnan verður í Lögbergi 101 í Háskóla Íslands frá kl. 13.00-17.15. Hún fer fram á ensku.

Facebook viðburður: https://www.facebook.com/events/565994790098635/

 

Ráðstefnan er opin öllum og ekkert skráningargjald þarf að greiða.