Christopher Coker og Valur Ingimundarson á málstofu Alþjóðamálastofnunar

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands stendur fyrir málstofu í Norræna húsinu frá kl. 12 til 13, þriðjudaginn 29. september, með Christopher Coker, prófessor í alþjóðasamskiptum við London School of Economics og Vali Ingimundarsyni, prófessor í sagnfræði við HÍ. Yfirskrift málstofunnar er Forræði stórvelda og þverþjóðleg samvinna: Frá utanríkisstefnu Obama til „kapphlaupsins um Norðurpólinn“. Í erindi sínu "Transatlantic Relations and the Obama Administration" fjallar Coker um samskiptin yfir Atlantshafið og greinir utanríkisstefnu Obama stjórnarinnar. Erindi Vals Ingimundarsonar nefnist The "Scramble for the Arctic" and "Ideologies of the Return" og fjallar um málefni Norðurslóða eins og titillinn ber með sér.

Fundarstjóri er Alyson Bailes, gestakennari við HÍ. Fundurinn fer fram á ensku og er opinn öllum.